Verðskrá Weblate
Notaðu Weblate sem þjónustu, settu upp þitt eigið kerfi, eða fáðu aðstoð við að koma upp kerfi á staðnum — allt í boði með þægindum forgangsstuðnings. Teymið okkar er tilbúið til að hjálpa þér við að láta Weblate keyra smurt.
Bera saman eiginleika tölvuskýjalausnar og sjálfhýsingar
Weblate-hýsing
Valkostir verðlagningar í skýjahýsingu
Hýst Weblate gerir staðfærslu hugbúnaðar verulega einfalda, og forgangsaðstoð er studd af kjarnaforriturum ásamt atvinnuþýðendum. Spurðu um hýsingu á stærri hugbúnaðarverkefnum eða láttu okkur svara öðrum fyrirspurnum með því að hafa samband hér — við erum alltaf tilbúin að finna lausnir sem henta.
Verð hýsingar í tölvuskýi byggist einvörðungu á fjölda strengja. Allar áskriftir innifela alla eiginleika Weblate.
Greiðsla
Tekið er á móti greiðslum með korti, bankamillifærslu eða rafmynt. Endilega hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um Weblate og möguleika þess. Öll uppgefin verð eru án virðisaukaskatts. Notendur í Evrópusambandinu og fyrirtæki í Tékklandi verða rukkuð um auka 21% virðisaukaskatt. Endurgjaldið gildir fyrir reikninga sem sendir eru fyrirtækjum innan Evrópusambandsins.
Hýstir strengir
Verðlagning byggist á fjölda upprunastrengja í öllum notuðum tungumálum. Upprunastrengur er textaeining sem skilgreind er í þýðingarsniði. Það getur verið orð, setning eða málsgrein.
Weblate-teymið er stolt af stuðningi sínum við frjáls hugbúnaðarverkefni
Ef þú heldur að stuðningur frá Weblate muni hjálpa þér, skaltu setja upp frjálsa hugbúnaðarverkefnið þitt og fá þér Libre-áskriftarleiðina ókeypis. Það er með sömu eiginleikum og 160k-áskriftin, og er aðeins fyrir opin hugbúnaðarverkefni.