Taktu í Weblate! Menu

Weblate-viðhorfið

Við elskum staðfærslu og frjálsan hugbúnað nægilega mikið til þess að byggja staðfærslutól sem virðir gagnaleynd, og sjá fyrir aðgangi að því sem höfundarréttarlausum frjálsum hugbúnaði. Það byrjaði allt árið 2012.

Febrúar 2012—Michal Čihař

Leituðum að öðrum valmöguleika í staðinn fyrir Pootle

…Aðalatriðið er full samþætting við Git. Breytingar eru sendar inn á staðværa Git-grein og auðvelt er að bræða greinar saman til baka.

Mars 2012—Michal Čihař

Weblate kynnt

...Eftir um það bil viku af þróun er tilvist Weblate kynnt; það er vefhýst þýðingatól með þéttri Git-samþættingu.

Apríl 2012—Michal Čihař

Hvers vegna Weblate?

Í stað þess að sætta sig við lausn sem þegar væri til staðar, var Weblate hannað til þess að hafa:
◦ Git-samþætting
◦ Tileinkun höfunda
◦ Meðhöndlun fjölmargra greina
◦ Birti samhengi
◦ Skynsamlegar samsteypur þýðinga
◦ Samræmisprófanir

Í dag—Michal Čihař

Weblate vex og framtíðin er opin fyrir nýjum tækifærum.

Weblate-teymið þitt

Michal Čihař

Michal Čihař


Hugmyndarsmiðurinn; forskrifta- og þróunarleiðtogi. Hann hannar einnig sérsniðnar og stórtækar lausnir.
Benjamin Alan Jamie

Benjamin Alan Jamie


Samfélagsstjórnandi og stuðningsgúrú sem hjálpar þér með snurðulausa verkferla. Sölumaðurinn okkar.
Víťa Válka

Víťa Válka


Viðmóts- og myndefnishönnuður sem miðar að því að auka hamingju notendanna. Hann er stöðugt að betrumbæta Weblate.

Hugbúnaðarsmiðir og þýðendur sameinaðir

Saga Weblate

Michal Čihař

Michal er áhugamaður um frjálsan hugbúnað, fæddur og uppalinn í Prag, Tékklandi. Hann hefur í áraraðir lagt vinnu af mörkum í margvíslegum frjálsum hugbúnaðarverkefnum, svo sem þýðingakerfinu Weblate, farsímahugbúnaðnum Gammu, gagnagrunnaumsýsluforritinu phpMyAdmin og GNU/Linuxútgáfunni Debian.

Eftir að hafa starfað hjá ýmsum tæknifyrirtækjum, ákvað Michal snemma árið 2016 að helga tíma sinn því að veita þjónustu fyrirtækjum sem einbeita sér að staðfærsluverkefnum.

Lærðu meira

Skelltu þér í djúpu laugina, eða nýttu þér þekkingu og reynslu frá atvinnumönnunum okkar, sem gefa sértækum þörfum þínum þá athygli sem við á.

Ókeypis prufuáskrift

Hafa samband

Tölvupóstfang
Þjónustuveita
Ing. Michal Čihař
Nábřežní 694
471 54, Cvikov, Tékkland
Fyrirtækiskennitala
04705904
Virðisaukaskattsnúmer
CZ8003280318
D-U-N-S númer
36-694-2163
Hafðu samband
Gakktu í hópinn og leggðu þitt af mörkum

Weblate er grundvöllur eins af mest jákvæðu og valdeflandi samfélögunum í heimi frjáls hugbúnaðar. Við lærum og vöxum öll um leið og við tengjum heiminn saman.

Leggðu þitt af mörkum með okkur
Íslenska